Snillingar úr Firði stóðu sig vel á Íslandsmóti um helgina!

Um helgina fór fram Íslandsmótið í sundi, 50 m braut. Mótið var haldið í Laugardalslaug og sýndi okkar fólk flotta takta í lauginni.

Mynd tekin af myndasíðu Íþróttasambands Fatlaðra. (www.if.123.is

Mynd tekin af www.if.123.is

Mikið var um bætingar og  við áttum fullt fullt af Íslandsmeisturum. Úrslitin eru ekki komin á netið en það verður gaman að taka úrslit helgarinnar saman þegar þau skila sér.

Mynd tekin af myndasíðu Íþróttasambands fatlaðra (www.if.123.is

Mynd tekin af www.if.123.is

Adrian, Ásmundur, Ragnar og Róbert Ísak slóu ekki slöku við um helgina og settu ekki eitt íslandmet, heldur tvö í boðsundi. 4×100 m fjórsund og 4×100 m skriðsund.

Fleiri íslandsmet féllu á mótinu hjá sundfólki Fjarðar, Aníta, Kristín, Kolbrún og Þóra María skelltu í íslandsmet í 4×100 m fjórsundi.

Vaka Þórsdóttir var líka í hörku stuði um helgina, sem skilaði henni tveimur íslandsmetum!

Helgin öll var frábær, félagsskapurinn, bætingarnar og ávextirnir frá foreldrafélaginu 🙂

Úrslit verða sett inná síðuna þegar þau koma.

Takk fyrir helgina og til hamingju öll!

– Helena Hrund

Scroll to Top