Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Upplýsingar um deildina

Frjálsíþróttadeild Fjarðar hefur aðstöðu til æfinga í Kaplakrika í Hafnarfirði bæði innandyra og utan. Æfingar fara fram þrisvar sinnum í viku í eina og hálfa klukkustund í senn. Frjálsar íþróttir er fjölbreytt og einstaklingsmiðuð íþrótt þar sem auðvelt er fyrir iðkanda að finna sig þar sem margar greinar eru í boði. Þjálfari leggur áherslu á að finna út hvaða grein hentar best hverjum iðkanda hvort sem það er ein grein eða fleiri. Áhersla er lögð á metnað, vinnusemi, framfarir og hafa gaman á æfingum. Greinar sem í boði eru, kúluvarp, langstökk, spretthlaup, langhlaup, kringlukast, spjótkast og sleggjukast.

Æfingatafla

Æfingar fara fram í Kaplakrika

Þjálfarar

Gunnar Pétur Harðarson Yfirþjálfari
Gunnar hefur unnið sem frjálsíþróttaþjálfari í 8 ár auk þess að hafa þjálfað sund. Hann vinnur einnig sem einkaþjálfari og styrktar þjálfari. Hann er með stig 1 og 2 í þjálfaranámi frá ÍSÍ. Gunnar er með stúdentspróf af íþróttabraut FB og er ÍAK einkaþjálfari frá Keili.
Scroll to Top