Sund

Sund

Upplýsingar um deildina

Sunddeild Fjarðar er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að læra og æfa sund. Æfingar fara fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði bæði í grunnri og djúpri laug. Sunddeildin tekur þátt í mörgum skemmtilegum sundmótum á hverju tímabili.

Sílahópur

Sílahópur er byrjendahópur þar sem helstu markmiðin eru að verða örugg í vatni og læra grunnhreyfingar í sundi. Kennsla fer fram í grunnri laug tvisvar í viku, 50 mínútur í senn. Gengið er út frá því að hver og einn iðkandi sé með persónulegan aðstoðarmann ofan í lauginni eins lengi og þörf er á eða eins lengi og þurfa þykir. Iðkendur fara upp í næsta hóp þegar þjálfari metur það svo að þeir séu orðnir öruggir og vel syndir án allrar aðstoðar.

Höfrungar

Höfrungar æfa þrisvar í viku klukkutíma í senn í 25 metra laug. Helstu markmið hópsins eru að ná góðum tökum á tækni, læra að synda lengra í einu án þess að stoppa og læra grunn atriði við þátttöku í keppni. Iðkendur fara upp í næsta hóp þegar þeir hafa náð góðum tökum í öllum sundaðferðum og sýna áhuga og hafa getu til að synda lengi.

Hákarlar

Hákarlar æfir sex sinnum í viku, tvo tíma á virkum dögum og einn og hálfan á laugardögum. Ýmist er æft í 25 eða 50 metra laug. Í þessum hópi er komin aukin áhersla á tækni og markmiðið er að hver iðkandi geti náð sem bestum árangri að sínum markmiðum hverju sinni. Farið er ítarlega í tæknileg atriði og þátttöku í stærri verkefnum.

Æfingatafla

Allir sundhópar æfa í Ásvallalaug.

Byrjendur

Höfrungar

Hákarlar

Þjálfarar

Marinó Ingi Adolfsson Yfirþjálfari
Marinó er með B.S gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann er fyrrum afreksmaður í sundi fatlaðra. Marinó starfar sem sundkennari í grunnskóla auk þess að hafa þjálfað sund hjá Firði síðan 2019.
Scroll to Top