Róbert Ísak handhafi sjómannabikarsins þriðja árið í röð

nyarsmot_2018_robert_isak2Nýársmót ÍF fór fram um helgina og stóðu Fjarðarliðar sig að vanda vel. Nýársmótið er fyrir börn 17 ára og yngir og að vanda er fjöldi sundmanna að stíga sín fyrstu skref og ljóst er að framtíðin er björt. Sjómannabikarinn er veittur fyrir besta afrek mótsins og Róbert Ísak Jónsson frá Firði vann hann þriðja árið í röð, að þessu sinni fyrir 50m flugsund en Róbert Ísak synti greinina á 28,62s og fékk fyrir það 735 stig en stigin eru reiknuð út út frá núverandi heimsmeti í greininni í viðeigandi fötlunarflokki þar sem heimsmetið telur sem 1000 stig. Róbert Ísak sigraði í öllum fjórum greinunum sem hann synti í.

Auk Róberts Ísaks stóðu aðrir sundmenn Fjarðar sig vel, helsta má telja Tanyu Jóhannsdóttur sem sigraði í tveimur greinum og Sigríði Anítu Rögnvaldsdóttur sem fékk þrenn silfurverðlaun.

Úrslit mótsins má sjá hér og nokkrar myndir af verðlaunaafhendingu mótsins má sjá hér að neðan.

nyarsmot_2018_robert_isak

nyarsmot_2018_victoria_katrin

nyarsmot_2018_tanya_sigga

nyarsmot_2018_robert_isak3

Scroll to Top