Íslandsmót í 25m laug fór fram um helgina

Íslandsmótið í 25 metra laug fór fram á heimavelli Fjarðar í Ásvallalaug um nýliðna helgi. Sundmenn Fjarðar stóðu sig frábærlega að vanda og unnu til fjölda verðlauna. Úrslitin má nálgast hér.

Nokkur Íslandsmet voru sett og áttu Fjarðarfólk tvö þeirra. Hjörtur Már Ingvarsson setti Íslandsmet í 100 metra baksundi í flokki S6 og blandaða boðsundssveit Fjarðar setti Íslandsmet í 200 metra skriðsundi. Sveitina skipuðu Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Ragnar Ingi Magnússon, Aníta Hrafnsdóttir og Róbert Ísak Jónsson.

Við óskum öllum verðlaunahöfum og Íslandsmethöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Scroll to Top