Fréttamolar að hausti

Sundæfingar eru nú komnar á fullt og allir hópar byrjaðir að æfa. Nokkrar breytingar hafa orðið á þjálfaraliðinu okkar, Ingibjörg Ólafsdóttir hefur tekið við sem yfirþjálfari og sér hún um þjálfun hákarla og sverðfiska. Marinó Ingi Adolfsson mun verða henni til aðstoðar með Hákarlana og Garpana og Hjörtur Már Ingvarsson mun áfram sinna þjálfun Sverðfiska ásamt Ingibjörgu. Konný Ottesen verður með æfingar Höfrunganna og Aníta Ósk Hrafnsdóttir verður áfram til aðstoðar. Örlitlar breytingar hafa orðið á æfingatímunum en miðhópurinn (Sverðfiskar) mun æfa á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum klukkan 18 – 19. Garpar munu æfa á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 18 – 19 og æfingar Höfrunga (yngsta hópsins) munu hefjast hálftíma síðar en áður, þ.e. klukkan 17:30 – 18:30 en á sömu stöðum og áður. Hákarlarnir æfa á sama tíma og áður. Allar upplýsingar um æfingatímana má nálgast hér. Opnað verður fyrir skráningar fljótlega.

Þrír Fjarðarliðar, þeir Róbert Ísak Jónsson, Hjörtur Már Ingvarsson og Guðfinnur Karlsson, taka þátt á heimsmeistarmóti fatlaðra í sundi sem fer fram í London 9. – 15. september. Íþróttasamband fatlaðra hefur verið með skemmtilegar kynningar á sundmönnunum og má sjá þær á ifsport.is. Við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis.

Róbert Ísak Jónsson var á dögunum tilnefndur af JCI hreyfingunni á Íslandi sem einn af 10 framúrskarandi ungum Íslendingum. Róbert Ísak sem er aðeins 18 ára hefur nú þegar afrekað margt og er heimsmeistaratitill og silfur á Evrópumóti aðeins lítið brot af afrekaskránni hans.

Fjarðarmótið verður svo haldið í Ásvallalaug 29. september næstkomandi þannig að takið dagsetninguna frá.

Scroll to Top