Erlingsmótið 2016 og Íslandsmót í 25m laug

Erlingsmótið fór fram um síðustu helgi 5. – 6. nóvember í Laugardalslauginni. Fjarðarliðar stóðu sig að vanda vel og mikið um bætingar. Helst ber þó að nefna að Hjörtur Már Ingvarsson setti Íslandsmet í 50m baksundi þegar hann synti á 48,21 og Róbert Ísak Jónsson vann að vanda hvert einasta sund sem hann tók þátt í, samtals sex gullverðlaun. Sandra Sif Gunnarsdóttir úr ÍFR vann Erlingsbikarinn að þessu sinni þrátt fyrir hetjulega baráttu frá Hallgrími þjálfara og Victoriu Lind sem stóðu sig gríðarlega vel. Hér má nálgast öll úrslit úr mótinu.

Helgina 19. – 20. nóvember mun Íslandsmótið í 25 metra laug fara fram í Ásvallalaug og þar eru Fjarðarliðar staðráðnir að standa sig vel. Upphitun hefst klukkan 12:00 báða dagana og keppni klukkan 13:00. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og hvetja okkar fólk.

Scroll to Top