Breyttur æfingatími hjá miðhóp (Sverðfiskum)

Ákveðið hefur verið að breyta æfingatímum hjá miðhópnun (Sverðfiskum) nú árið 2018. Þeim hóp hefur staðið til boða að mæta þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum klukkan 18:00-19:00. Mæting á föstudögum hefur verið mjög dræm og hefur því verið tekin ákvörðun um að fella þá æfingu niður en að bjóða þeim að mæta með Hákörlum á laugardögum klukkan 10:00-12:00. Við vonum að þetta muni falla vel í kramið og að jafnvel fleiri sjái sér fært að mæta á laugardagsæfinguna heldur en hafa verið að mæta á föstudögum. Þessi breyting mun strax taka gildi og því verður EKKI æfing hjá miðhópnum föstudaginn 5. janúar klukkan 18:00.

Scroll to Top