Young Athlete æfingabraut – börn velkomin

Íþróttasamband fatlaðra er að leita að ungum börnum í  Young Athlete Program sem verður haldið í íþróttahúsi ÍFR.

Hér að neðan eru upplýsingar um viðburðinn, þeir sem mæta með börn eru beðin að mæta um 14.00… það á að vera smá skrúðganga með hópinn áður en  byrjað er á æfingunum!

Markhópur er 2-7 ára með sérþarfir, æfingabrautin er miðuð við þá sem geta hlaupið eða gengið en sumar stöðvar henta fyrir alla, líka þá sem eru í göngugrind eða hjólastól

Systkini velkomin með!

Fréttatilkynningin frá ÍF er hér að neðan og dagskráin í viðhengi.

The MetLife mini Special Olympics Games of Iceland – Play unified –

Special Olympics IcelandMánudagur 25 maí   kl. 14.00 – 16.00

Ithrottafelag Fatladra í Reykjavík Hátúni 14;            Borðtennis unified og  Young Ahlete  program

Knattspyrnusvæði Þróttar Laugardal                        Knattspyrna unified

 

Young Athlete Program http://www.specialolympics.org/young_athletes.aspx  er verkefni sem byggist á einfaldri æfingabraut og markhópur er börn með sérþarfir.  Þetta er alþjóðaverkefni á vegum (SOI) Special Olympics International en Ísland er eitt af aðildarlöndum SOI.  Umsjónaraðili starfs Special Olympics á Íslandi er Íþróttasamband fatlaðra.   Fyrirtækið Met Life Insurance heldur ráðstefnu á Íslandi um helgina og í tengslum við hana hefur verið settur upp viðburður í samstarfi Met Life Ins og SO á Íslandi.  Fyrirtækið styrkti kaup á æfingaáhöldum fyrir Young Athlete verkefnið og mun styrkja ferð á alþjóðaleika Special Olympics í sumar.

Ísland sendir 41 keppenda á leikana í sumar í 9 greinum, einstaklinga með þroskahömlun, 16 ára og eldri.

Mánudaginn 25. maí verða settar upp æfingar í anda Special Olympics, Play unified” þar sem fatlaðir og ófatlaðir spila saman  borðtennis og knattspyrnu. Einnig æfingabraut fyrir börn, Young athletes program.  Starfsfólk Met Life Ins. mun taka þátt sem keppendur og aðstoðarfólk en samfélagsverkefni eru mjög þýðingarmikill þáttur í starfi fyrirtækisins.  Met Life Foundation hefur styrkt starf Special Olympics í Bandaríkjunum frá árinu 1991 og styrkir nú starfið á Íslandi auk þess að taka þátt í verkefnum með fötluðu íþróttafólki.  Stefnt er að því að hefja markvissa  innleiðingu Young Athlete Program á Íslandi næsta haust.

Mary Davis framkvæmdastjóri Special Olympics í Evrópu og fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Írlandi mætir til Íslands til að fylgjast með verkefninu.

Þetta er mjög óvenjulegt en spennandi verkefni og gerir kleift að setja af stað kynningu á Young Athlete Program auk þess sem veglegur styrkur er veittur vegna þátttöku í leikunum í LA í sumar en þeir leikar eru stærsti íþróttaviðburður heims árið 2015 og gífurlega kostnaðarsamt verkefni sem ÍF stendur á bak við.

Nánari upplýsingar;

Anna Karólína Vilhjálmsdóttir,
National Director SO Iceland
GSM 8975523

Dagskrá viðburðarins

Scroll to Top