Uppskeruhátíð Fjarðar

Uppskeruhátíð Fjarðar verður haldinn næsta laugardag, 21. maí 2016, klukkan 13:00 á Ásvöllum, heimavelli Hauka (beint á móti Ásvallalaug). Þá ætlum við að hittast og verðlauna okkar frábæra íþróttafólk. Iðkendur eða foreldrar þeirra koma svo með eitthvað gott í gogginn og setja á hið víðfræga hlaðborð okkar. Eftir verðlaunaafhendingu gæðum við okkur svo á kræsingunum og spjöllum hvert við annað og gerum okkur glaðan dag.

Við vonumst til að sjá sem flesta, og allir muna eftir góða skapinu 🙂

Scroll to Top