Uppskeru- og afmælishátið haldin 1. júní

Uppskeru- og afmælishátíð Fjarðar verður haldin fimmtudaginn 1. júní næstkomandi klukkan 18:00 í samkomusalnum í íþróttahúsinu að Ásvöllum, heimavelli Hauka. Fjörður mun þar fagna 25 ára afmæli sínu en félagið var stofnað 1. júní 1992. Við vekjum athygli að þetta er á fimmtudegi en okkur þótti við hæfi að hafa uppskeruhátíðina á afmælisdeginum að þessu sinni. Að vanda biðjum við foreldra og forráðamenn að koma með veitingar á hlaðborðið okkar glæsilega.

Scroll to Top