ÞORRAMÓT Í BOCCIA 2015

Laugardaginn 14. febrúar n.k. verður Þorramót Fjarðar í boccia haldið í íþróttahúsi Víðistaðaskóla og hefst kl. 13 (mæting kl. 12.45) og stendur í ca 3 klst.  Þátttaka tilkynnist til Völu í síma 555-2582, netfang furuberg@simnet.is eða í síðasta lagi á æfingunni þ. 11. febr., ekki verður tekið við skráningum eftir það.  Öllum iðkendum Fjarðar í boccia gefst kostur á að taka þátt.
Bæjarstjórnum Hafnarfjarðar og Garðabæjar og einnig ÍBH hefur verið boðið að senda sveitir til keppni við sveitir Fjarðar.  Vinkonur okkar í kiwaniskl. Sólborg sjá um kaffiveitingar að venju.  Þökkum við þeim kærlega fyrir það.
Aðstandendur eru hvattir til að koma og fylgjast með.
Scroll to Top