Þorramót Fjarðar í Boccia

Þorramót Fjarðar í boccia fór fram í íþróttahúsi Víðistaðaskóla s.l. laugardag. Tæplega 30 keppendur tóku þátt, 6 sveitir Fjarðar, 1 sveit frá Hafnarfjarðarbæ og 1 sveit frá Garðabæ. Í mótshléi bauð Kiwanisklúbburinn Sólborg öllum viðstöddum upp á kaffi og meðlæti. Úrslit urðu þannig:
1. sæti sveit ÍBH – Elísabet Ólafsdóttir, Hrafnkell Marinósson og Þórarinn Sófusson
2. sæti A sveit Fjarðar – Einar Kr. Jónsson, Ingibjörg H. Árnadóttir og Svavar Halldórsson
3. sæti B sveit Fjarðar – Gústaf Ingvarsson, Magnús Jónsson og Vigfús Örn Viggósson
4. sæti sveit Garðabæjar – Björg Fenger, Gunnar Einarsson og Kristinn Andersen (lánsmaður úr Hafnarfirði).
Í yfir 20 ár hefur Fjörður, íþróttafélag fatlaðra í Hafnarfirði haldið Þorramótið og þar hafa komið sveitir frá bæjarstjórnum Hafnarfjarðar og nágrannasveitarfélaga og att kappi við iðkendur Fjarðar í boccia. Þátttaka hefur alltaf verið góð og hafa allir haft gaman af og þar að auki verið góð kynning á félaginu og íþróttinni. Við þökkum öllum fyrir sem störfuðu við mótið og tóku þátt.
Scroll to Top