Tanya vann Sjómannabikarinn 2019

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í dag 5. janúar 2019. Að vanda eru þar margir sundmenn að taka sín fyrstu sundtök í keppni en aðrir hafa gert þetta áður. Fjörður vann öll verðlaun sem í boði voru í kvennaflokknum. Tanya Elisabeth Jóhannsdóttir vann Sjómannabikarinn sem afhentur er fyrir stigahæsta sund mótsins en það fékk hún fyrir 50m skriðsund sem hún synti á 39,50s sem skilaði henni 587 stigum. Tanya syndir í flokki S7, flokki hreyfihamlaðra. Þetta er fjórða árið í röð sem sundmaður úr röðum Fjarðar vinnur sjómannabikarinn en Róbert Ísak Jónsson hafði unnið hann þrjú árin á undan. Nú er Róbert Ísak orðinn of gamall fyrir þetta mót, en hann verður 18 ára á árinu, og var honum veittur eignarbikar fyrir afrek sitt.

Öll úrslit mótsins má nálgast hér.

Nokkrar myndir frá mótinu má sjá hér að neðan.

IMG_20190105_160935554

IMG_20190105_161027169

IMG_20190105_161245436

IMG_20190105_161840474

IMG_20190105_162045822

IMG_20190105_162219820

IMG_20190105_162418874

IMG_20190105_162644215

IMG_20190105_162819690

IMG_20190105_162935824


Scroll to Top