Sundæfingar byrja aftur eftir sumarfrí

Nú fara sundæfingar að byrja aftur eftir gott sumarfrí. Hákarlar og garpar (elsti hópurinn) byrja miðvikudaginn 22. ágúst, Sverðfiskar (miðhópur) byrja fimmtudaginn 23. ágúst og Höfrungar (minnsti hópurinn) byrja mánudaginn 27. ágúst. Allir æfingatímar eru óbreyttir frá síðasta tímabili. Eina breytingin er að allar æfingar miðhópsins verða í Ásvallalaug þannig að það verður engin æfing í Lækjarskóla. Stefnt er svo að því að hefja boccia æfingar 5. september.

Scroll to Top