Suðurlandsmótið í boccia

Suðurlandsmótið í boccia var haldið um síðustu helgi en mótið var haldið í stað Íslandsmótsins sem átti að fara þessi helgi. Ákveðið var með hliðsjón af stöðunni varðandi Covid-19 í haust að ekki væri forsvaranlegt að halda stórt mót eins og Íslandsmót en Suðurlandsmótið var kærkomin sárabót. Fjörður mætti með vaska sveit af sex boccia spilurum og stóðu þeir sig ljómandi vel. Ingibjörg náði í fjórða sætið í 1. deild og Raggi gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari í 2. deild. Innilega til hamingju með flottan árangur. Einnig þökkum við Suðra kærlega fyrir að taka á móti okkur

Scroll to Top