Skráningum er mjög ábótavant og Malmö fundur

Skráningum iðkenda í félagið er mjög ábótavant og vantar mikið upp á að allir sem eru að mæta á æfingar séu búnir að skrá sig. Við viljum því hvetja alla iðkendur og forráðamenn að klára skráningar sem allra fyrst og í allra síðasta lagi 10. desember. Ef skráning verður ekki komin 10. desember munum við senda viðkomandi iðkendum eða forráðamönnum rukkun í heimabankann og fellur þá niðurgreiðsla bæjarins niður. Þetta er neyðarúrræði því að það gengur ekki að reka félagið nema að iðkendur skrái sig og greiði félagsgjöld.

Einnig viljum við vekja athygli þeirra sem hafa hug á að fara til Malmö í febrúar næstkomandi þá ætlum við að halda fund um ferðina á fimmtudaginn 1. desember klukkan 20:00 í Ásvallalaug.

Scroll to Top