Róbert Ísak vann Sjómannabikarinn

Róbert Ísak með foreldrum sínum og systur.
Róbert Ísak með foreldrum sínum og systur.
Róbert Ísak Jónsson vann Sjómannabikarinn 2016 á Nýársmóti fatlaðra barna og unglinga sem fram fór í dag. Bikarinn fékk hann fyrir árangur sinn í 50 metra flugsundi en hann synti það á 30,60 sekúndum sem gefur honum 590 stig. Sannarlega frábær árangur hjá Róberti, sérstaklega þegar til þess er litið að hann er aðeins 14 ára og getur því varið bikarinn nokkrum sinnum en Nýársmótið er ætlað börnum yngri en 17 ára.

Fjörður óskar Róberti og fjölskyldu innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Fleiri Fjarðarkrakkar tóku einnig þátt í mótinu og gerðu allir sitt besta. Nokkrir voru að stíga sín fyrstu skref og ljóst að framtíðin er björt.

Scroll to Top