Róbert Ísak valinn til þátttöku á HM í sundi

Róbert Ísak Jónsson tekur þátt í HM í sundi síðar á árinu.
Róbert Ísak Jónsson
Róbert Ísak Jónsson, 16 ára sundmaður úr Firði, hefur verið valinn til þátttöku á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í Mexíkó dagana 30. september – 7. október 2017. Róbert Ísak náði fyrr á árinu A lágmarki fyrir heimsmeistarmótið í 100m flugsundi á KR mótinu sem fram fór í febrúar síðastliðnum. Hann stóð sig svo einnig frábærlega á Opna breska mesitaramótinu sem fór fram í Sheffield í apríl. Þar setti hann meðal annars Íslandsmet í 100m baksundi og stóð sig feykivel í öðrum greinum.

Við óskum Róberti Ísaki innilega til hamingju með þennan árangur og óskum honum góðs gengis á heimsmeistaramótinu.


Scroll to Top