Róbert Ísak tvöfaldur Norðurlandameistari í dag

Róbert Ísak Jónsson úr Firði varð í dag tvöfaldur Norðurlandameistari fatlaðra. Hann byrjaði daginn á að koma fyrstur í mark í 200m skriðsundi á tímanum 2:00,60, tæpum tveimur sekúndum á undan Finnanum Nader Khalili. Hann bætti svo öðrum titli við í 100m bringusundi þegar hann kom í mark á tímanum 1:10,44. Norðmaðurinn Andreas Skår Bjørnstad varð annar. Guðfinnur Karlsson keppti einnig í þeirri grein og varð sjötti á tímanum 1:26,58, hann keppti svo einnig í 100m baksundi og endaði sjöundi á tímanum 1:26,22. Tanya Jóhannsdóttir keppti í morgun í 100m baksundi en komst ekki í úrslit

Við óskum okkar keppendum til hamingju með glæsilegan árangur og hlökkum til að sjá hvað þau gera um helgina en mótið stendur fram á sunnudag. Fylgjast má með úrslitum mótsins hér.

Scroll to Top