Róbert Ísak og Kolbrún Alda íþróttafólk Fjarðar

Á laugardaginn 30. maí héldum við uppskeruhátíð Fjarðar þar sem við verðlaunum iðkendur okkar fyrir ástundun og frammistöðu vetrarins. Fjarðarfólk fjölmennti að sjálfsögðu og var nokkuð þröngt um okkur í skátaheimili Hraunbúa.

Ithrottafolk-fjardar
Róbert Ísak Jónsson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir voru valin Íþróttamaður og Íþróttakona Fjarðar fyrir tímabilið. Bæði hafa staðið sig frábærlega í vetur. Róbert Ísak fékk einnig viðurkenningu fyrir bestu bætingu í hákarlahópnum og Ásmundur Þór Ásmundsson fékk enn og aftur viðurkenningu fyrir bestu mætingu. Emilía Ýr Gunnarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestu bætingu í sverðfiskahóp og Anna Rósa Þrastardóttir var verðlaunuð fyrir bestu mætingu. Guðbjörg Sigfúsdóttir fékk verðlaun fyrir bestu bætingu í höfrungahóp og Baldur Kristinsson fékk viðurkenningu fyrir bestu mætingu.

Olafsbikar
Hallgrímur Heimisson fékk afhentan Ólafsbikarinn fyrir góða ástundun, mikla bætingu og framúrskarandi viðhorf á æfingum og í keppni.

hvatningarbikar-boccia maetingabikar-boccia
Í Boccia fékk Þórhildur Berglin Guðnadóttir hvatningabikarinn og Vigfús Örn Viggósson mætingabikarinn.

Við óskum þessum frábæru íþróttamönnum að sjálfsögðu innilega til hamingju með frábæran árangur á tímabilinu sem senn fer að ljúka og hlökkum til að starfa með þeim á komandi árum.

Scroll to Top