Róbert Ísak og Anna Rósa eru íþróttafólk Fjarðar

Í dag var uppskeruhátíð Fjarðar loksins haldin. Við byrjuðum á fjölskyldudegi í sundlauginni þar sem gleðin var við völd og allir nutu sín vel. Svo fórum við yfir á Ásvelli þar sem allir iðkendur fengu viðurkenningu fyrir æfingar vetrarins og þeir sem stóðu sig best fengu verðlaun. Ragnar Björnsson fékk hvatningabikarinn í boccia og Birnir Snær Jökulsson fékk Ólafsbikarinn sem er hvatningabikar sundiðkenda. Róbert Ísak Jónsson og Anna Rósa Þrastardóttir voru svo valin íþróttakarl og íþróttakona Fjarðar. Gissur Guðmundsson mætti að vanda og afhendi þeim verðlaun. Svo bauð foreldrafélagið upp á glæsilega pylsuveislu eftir viðurkenningahátíðina.

Mikið var nú gott að geta hist aftur og hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá hátíðinni.

Scroll to Top