Róbert Ísak, Kolbrún Alda og Aníta Ósk

Róbert Ísak, Kolbrún Alda og Aníta Ósk voru í fantastuði á mótum helgarinnar.

Róbert Ísak synti á ÍRB mótinu í Keflavík og nældi sér í gullverðlaun í 100m bringusundi og 100m baksundi, silfurverðlaun í 200m fjórsundi og 200m skriðsundi og svo bronsverðlaun í 100m flugsundi. Hann fékk þar að auki silfurverðlaun fyrir að vera annar besti sundmaðurinn í 200m skriðsundi og bronsverðlaun fyrir að vera þriðji besti sundmaðurinn á mótinu í 100m bringusundi óháð aldri.

Kolbrún Alda keppti einnig á ÍRB mótinu og fékk bronsverðlaun í 100m bringusundi og silfur í 200m bringusundi.

Aníta Ósk gerði svo Íslandsmet í 200m flugsundi í 25m laug á Vormóti Sunddeildar Breiðabliks og synti á tímanum 2.54.70 og sló þar með fyrra met frá árinu 2004 sem var 2.58.60

Erum við óendanlega stolt af þessu glæsilega sundfólki okkar

 

Scroll to Top