Róbert Ísak með silfur og Íslandsmet í 100m baksundi

Róbert Ísak Jónsson heldur áfram að fara á kostum á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í Mexíkó. Í nótt náði hann sér í enn ein verðlaunin þegar hann kom annar í mark í 100m baksundi í flokki S14 á tímanum 1:06,99 sem er nýtt Íslandsmet. Gamla metið sem var 1:07,81 átti Róbert Ísak sjálfur, sett í Sheffield fyrr á árinu. Frábær árangur hjá Róbert Ísak í enn einu sundinu og óskum við honum að sjálfsögðu innilega til hamingju með árangurinn. Áhugasamir geta séð úrslitasundið hér. Í fyrradag keppti Róbert Ísak í 200m metra skriðsundi þar sem hann varð fjórði. Síðar í dag syndir Róbert Ísak svo síðasta sundið sitt á mótinu þegar hann keppir í 100m flugsundi.

Scroll to Top