Róbert Ísak með brons á Evrópumótinu

Róbert Ísak Jónsson er þessa dagana að gera góða hluti á Evrópumóti fatlaðra í sundi sem er haldið á Madeira í Portúgal þessa dagana. Meðal þess sem Róbert hefur afrekað á þessu móti er:

  • 5. sæti í 200m skriðsundi.
  • Tvö Íslandsmet í 100m baksundi þar sem hann bætti ríkjandi Íslandsmet um tæpar tvær sekúndur. Það skilaði honum í 7. sæti í úrslitum.
  • 9. sæti (6. í Evrópu) í 100m bringusundi.
  • Brons í 200m fjórsundi þar sem hann synti alveg við sinn besta tíma.

Frábær árangur hjá Róberti sem auk þess að keppa í sundi fagnaði 20. afmælisdegi sínum í Portúgal. Til hamingju með árangurinn og stórafmælið Róbert Ísak.


Mynd: Sandra Hraunfjörð

Scroll to Top