Róbert Ísak Jónsson íþróttamaður Hafnarfjarðar 2017

robert_isak3Róbert Ísak Jónsson hefur verið útnefndur íþróttamaður Hafnarfjarðar fyrir árið 2017. Þetta kórónar algerlega frábært ár hjá Róberti sem er margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari, varð stigahæsti sundmaður í ungmennaflokki á Norðurlandamótinu, setti sitt fyrsta Íslandsmet í fullorðinsflokki á árinu og lauk árinu svo með Heimsmeistaratitli á Heimsmeistaramótinu í sundi fatlaðra í Mexíkó. Við óskum Róberti að sjálfsögðu innilega til hamingju með þessa glæsilegu viðurkenningu sem var veitt á Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar.

Fleiri sundmenn Fjaðar fengu einnig viðurkenningar en allir Íslands- og Norðurlandameistarar fengu viðurkennignu frá bænum auk þess sem fyrirliðiarnir Elsa Sigvaldadóttir og Sandra Lind Valgeirsdóttir tóku við viðurkenningu frá bænum fyrir bikarmeistaratitilinn sem Fjörður vann 10. árið í röð á árinu. Þar að auki var Tanya Elisabeth Jóhannsdóttir tilnefnd sem ein þeirra 11 sem komu til greina sem íþróttakona Hafnarfjarðar 2017. Hér að neðan má svo sjá nokkrar myndir sem Ólafur Ragnarson, formaður Fjarðar tók á samkomunni.

nordurlandameistararnir

robert_isak

robert_isak2

sandra_og_elsa

nordurlandameistararnir2


Scroll to Top