Róbert Ísak heimsmeistari í 200m fjórsundi

Róbert Ísak með foreldrum sínum eftir að hafa tekið á móti gullverðlaununum (Mynd fengin af facebook síðu Söndru Hraunfjörð)
Róbert Ísak með foreldrum sínum eftir að hafa tekið á móti gullverðlaununum (Mynd fengin af facebook síðu Söndru Hraunfjörð)
Enn og aftur fer Róbert Ísak Jónsson gjörsamlega á kostum. Í nótt, að íslenskum tíma, varð hann heimsmeistari í 200m fjórsundi í flokki S14 í Mexíkó. Róbert Ísak sem átti næstbesta tímann fyrir mótið kom í mark á 2:19,34, rúmum tveimur sekúndum á undan Suður-Kóreumanninum Cho Wonsang sem varð annar. Þetta er að sjálfsögðu frábær árangur hjá Róbert Ísaki en áður var hann búinn að vinna til silfurs í 100m bringusundi. Við óskum honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með þennan glæsilega sigur. Enn á Róbert Ísak eftir að synda þrjú sund og verður spennandi að sjá hvað hann gerir næstu daga.

Scroll to Top