Róbert Ísak fer til Tokyo

Þær gleðifregnir bárust í dag að Róbert Ísak Jónsson hefur fengið þátttökurétt á Paralympics leikunum sem haldnir verða í Tokyo í kjölfar Ólympíuleikanna. Áður höfðu þær fréttir borist að Róbert Ísak kæmist ekki á leikana þrátt fyrir að hafa náð lágmörkum vegna kvóta á íþróttamenn frá Íslandi. Í dag bárust hins vegar þau frábæru tíðindi að Róbert Ísak hefur fengið keppnisrétt á leikunum og verður þar með einn af fimm Íslendingum sem tekur þátt í leikunum.

Við óskum Róbert Ísak að sjálfsögðu innilega til hamingju með þetta og óskum honum góðs gengis. Leikarnir hefjast 24. ágúst næstkomandi.

Scroll to Top