Paralympic dagurinn 29. september

Á morgun, laugardaginn 29. september verður Paralympic dagurinn haldinn hátíðlegur í Laugardalshöll á milli klukkan 13 og 16. Þar verða íþróttir fatlaðra kynntar. Jón Jónsson verður kynnnir og skorar á gesti í hinum ýmsu íþróttagreinum. Atlantsolíubíllinn mætir og býður upp á pylsur og drykki. Við hvetjum alla til að mæta.

Nánari upplýsingar má finna á facebook síðu viðburðarins.

Scroll to Top