Aðalfundarboð – 17. mars 2020

Aðalfundur Fjarðar verður haldinn þriðjudaginn 17. mars 2020 í Ásvallalaug, fundarsal 2. hæð og hefst kl. 20:00.
Dagskrá er sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar félagsins.
4. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fyrir fund til samþykktar.
5. Skýrsla foreldrafélags.
6. Kosið í fastar nefndir félagsins.
7. Lagabreytingar.
8. Kosning stjórnar og félagslegra skoðunarmanna reikninga félagsins.
9. Félagsgjöld/árgjöld.
10. Önnur mál.
11. Fundarslit.

Íslandsmótið 2019 í 25m laug fer vel af stað

Íslandsmót SSÍ og ÍF hófst í morgun og fór vel af stað. Fjörður á 7 sundmenn á mótinu og náðu allir sér í að minnsta kosti einn Íslandsmeistaratitil á fyrsta hluta mótsins.

  • Guðfinnur Karlsson varð Íslandsmeistari í flokki S11 í 400m skriðsundi og 100m bringusundi
  • Róbert Ísak Jónsson varð Íslandsmeistari í flokki S14 í 100m flugsundi og 50m skriðsundi og synti sig inn í úrslit ófatlaðra í 100m flugsundi
  • Ragnar Ingi Magnússon varð Íslandsmeistari í flokki S14 í 100m fjórsundi
  • Anna Rósa Þrastardóttir varð Íslandsmeistari í flokki S14 í 400m skriðsundi
  • Herdís Rut Guðbjartsdóttir varð Íslandsmeistari í flokki S14 í 50m skriðsundi
  • Tanya Elisabeth Jóhannsdóttir varð Íslandsmeistari í flokki S4-S7 í 50m skriðsundi
  • Hjörtur Már Ingvarsson vaðr Íslandsmeistari í flokki S5 í 50m skriðsundi

Við óskum þessum glæsilegu fulltrúum okkar innilega til hamingju með þennan flotta árangur og verður gaman að fylgjast með þeim áfram. Mótið heldur áfram á morgun, laugardag og sunnudag. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á fyrsta hluta mótsins.

Guðrún Íslandsmeistari í boccia – Raggi með gull í 5. deild

Það var glæsileg 10 manna sveit Fjarðar sem lagði land undir fót og hélt til Ísafjarðar til að taka þátt í Íslandsmeistarmóti ÍF í einliðaleik í boccia. Keppendur stóðu sig allir með sóma, fimm þeirra komust áfram í næstu umferð og tveir Fjarðarliðar unnu til gullverðlauna, Ragnar Björnsson vann gull í 5. deild og Guðrún Ólafsdóttir vann gull í 1. deild og er því Íslandsmeistari í einliðaleik í boccia. Innilega til hamingju með glæsilegan árangur Guðrún og Raggi. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af okkar fólki á mótinu og í ferðalaginu.

Fjarðarmótið 2019 – úrslit

Fjarðarmótið fór fram um nýliðna helgi og fór í alla staði vel fram. Margir voru að stíga sín fyrstu skref á sundmótum og mikið var um bætingar og einhverjir sem náðu í lágmark fyrir Íslandsmót. Hjörtur Már Ingvarsson setti Íslandsmet í 400 m skriðsundi í flokki S5 þegar hann synti á tímanum 6:47,33. Við þökkum að sjálfsögðu öllum þjálfurum og sjálfboðaliðum fyrir frábært starf, svona mót yrði ekki haldið nema fjöldi manns bjóði fram sína aðstoð.

Öll úrslit í mótinu má nálgast hér.

Nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingum á mótinu má sjá hér að neðan.