Aðalfundarboð

Uppfært: Breyttur tími. Aðalfundur hefst klukkan 20:30

Aðalfundur Fjarðar verður haldinn þriðjudaginn 22. mars 2022 í Ásvallalaug, fundarsal 2. hæð og hefst kl. 20:30.
Dagskrá er sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar félagsins.
4. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fyrir fund til samþykktar.
5. Skýrsla foreldrafélags.
6. Kosið í fastar nefndir félagsins.
7. Lagabreytingar.
8. Kosning stjórnar og félagslegra skoðunarmanna reikninga félagsins.
9. Félagsgjöld/árgjöld.
10. Önnur mál.
     – Stofnun frjálsíþróttadeildar
11. Fundarslit.

Fjarðarmótið 2021 var haldið um helgina

Fjarðarmótið var haldið í Ásvallalaug 31. október síðastliðinn og gekk einstaklega vel. Auk sundmanna frá Firði, Ösp og ÍFR fengum við til okkar góða gesti sem voru ungir og efnilegir sundmenn frá SH sem fengu að synda með okkur á mótinu og úr varð hið skemmtilegasta mót.

Úrslit á mótinu má nálgast hér:
Úrslitin á pdf formi
Úrslitin fyrir Splash

Við fengum góða aðstoð frá vinum okkar í SH við að sjá um mótið og fá þeir bestu þakkir. Einnig þökkum við öllum dómurum og öðrum sjálfboðaliðum fyrir frábært starf.

Nokkrar myndir af verðlaunahöfum má sjá hér að neðan:

Suðurlandsmótið í boccia

Suðurlandsmótið í boccia var haldið um síðustu helgi en mótið var haldið í stað Íslandsmótsins sem átti að fara þessi helgi. Ákveðið var með hliðsjón af stöðunni varðandi Covid-19 í haust að ekki væri forsvaranlegt að halda stórt mót eins og Íslandsmót en Suðurlandsmótið var kærkomin sárabót. Fjörður mætti með vaska sveit af sex boccia spilurum og stóðu þeir sig ljómandi vel. Ingibjörg náði í fjórða sætið í 1. deild og Raggi gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari í 2. deild. Innilega til hamingju með flottan árangur. Einnig þökkum við Suðra kærlega fyrir að taka á móti okkur