Opnað hefur verið fyrir skráningar á vorönn 2021

Góðan daginn og gleðilegt ár.
Það er búið að opna fyrir skráningu inn á mínum síðum hjá Hafnarfjarðarbæ eða inni á https://ibh.felog.is svo hægt er að byrja að skrá á námskeið. Ath. passa upp á að skrá rétt í flokka hvers iðkanda því ekki er hægt að breyta skráningu í flokk eftir á, og greiða þarf það gjald eða fá endurgreitt eftir að námskeið hefur verið að fullu greitt.

Einnig viljum við benda þeim sem eiga rétt á sérstökum frístundastyrk að nýta sér það. Sjá má nánar um það og kanna hvort þú hafir rétt á því inni á island.is

Fjarðarmótinu frestað

Vegna ástandsins í samfélaginu hefur verið tekin ákvörðun um að fresta Fjarðarmótinu um óákveðinn tíma. Reynt verður að finna nýja dagsetningu fyrir mótið síðar í vetur. 
Við vonum að þið sýnið þessu skilning.
Íþróttafélagið Fjörður

Fjarðarmótið 2020 fer fram 26. september

Fjarðarmótið 2020 verður haldið í Ásvallalaug 26. september næstkomandi. Upphitun mótsins hefst klukkan 9:00 og mótið sjálft klukkan 10:00. Á mótinu verður synt samkvæmt sundreglum IPC. Keppt verður í eftirtöldum greinum:

25m skriðsund (með aðstoð ef þarf)
50m skriðsund
50m baksund
50m bringusund
50m flugsund
100m skriðsund
100m baksund
100m bringusund
100m flugsund
100m fjórsund
400m skriðsund
4x50m blandað boðsund

Skráningar má senda á fjordursport@fjordursport.is.
Skráningargögn verða aðgengileg hér á næstu dögum.

Aðalfundarboð – 17. mars 2020

Aðalfundur Fjarðar verður haldinn þriðjudaginn 17. mars 2020 í Ásvallalaug, fundarsal 2. hæð og hefst kl. 20:00.
Dagskrá er sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar félagsins.
4. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fyrir fund til samþykktar.
5. Skýrsla foreldrafélags.
6. Kosið í fastar nefndir félagsins.
7. Lagabreytingar.
8. Kosning stjórnar og félagslegra skoðunarmanna reikninga félagsins.
9. Félagsgjöld/árgjöld.
10. Önnur mál.
11. Fundarslit.