Opnað hefur verið fyrir skráningar

Opnað hefur verið fyrir skráningar iðkenda í sund hjá Firði. Það er gert með því að velja „Skráning“ hér að ofan á síðunni og velja viðeigandi skráningarmöguleika. Ef nýta á niðurgreiðslu frá Hafnarfjarðarbæ er nauðsynlegt að velja „Skráning barna“ og fara í gegnum íbúagáttina hjá bænum og velja svo Íþróttabandalag Hafnarfjarðar. Ekki dugar að velja Íþróttafélagið Fjörður. Þeim sem ætla að nýta niðurgreiðsluna bendum við einnig á að ganga frá skráningum sem fyrst því niðurgreiðslan frá bænum lækkar ef það er látið bíða.

Í boði eru eins og í fyrra fjórir flokkar. Yngsti hópurinn, höfrungar, æfir undir stjórn Gunnars Péturs Harðarsonar klukkan 17:00 – 18:00 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Miðhópurinn, sverðfiskar, æfir undir stjórn Hallgríms Þórs Harðarsonar og Þórunnar Guðmundsdóttur á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum klukkan 18:00 – 19:00. Afrekshópurinn, hákarlar, æfa svo alla virka daga klukkan 16:00 – 18:00 og á laugardögum klukkan 10:00 – 12:00. Garpahópurinn mætir svo á æfingar með hákörlum á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum klukkan 17:00 – 18:00. Hallgrímur Þór sér um þjálfun afrekshópsins og garpahópsins. Íþróttaskólinn sem hefur verið starfræktur á laugardögum undanfarin ár verður því miður ekki í boði í vetur.

Allir eru að sjálfsögðu velkomnir að prófa að mæta á æfingar hjá félaginu þrátt fyrir að hafa ekki gengið frá skráningum.

Scroll to Top