Opnað hefur verið fyrir skráningar á vorönn

Opnað hefur verið fyrir skráningar á vorönn og hvetjum við alla til að skrá sig sem fyrst. Sérstaklega er mikilvægt fyrir þá sem vilja nýta frístundastyrkinn frá Hafnarfjarðarbæ að ljúka skráningum sem fyrst. Styrkurinn hækkaði nú um áramótin og nemur nú 4.000 krónum á mánuði. Þeir sem vilja fullnýta styrkinn verða að klára skráningar í janúar því þeir sem skrá sig í febrúar fá ekki greiddan frístundastyrk fyrir janúarmánuð.

Skráningu má ljúka með því að velja viðeigandi tengil hér að ofan undir flipanum Skráning. Við minnum einnig á að á mínum síðum hjá Hafnarfjarðarbæ þarf að velja Íþróttabandalag Hafnarfjarðar IBH, ekki Íþróttafélagið Fjörður.

Félaginu barst tilkynning frá Hafnarfjarðarbæ en tilkynninguna má lesa hér að neðan. En þar sem iðkendur Fjarðar skrá sig fyrir hverja önn í senn en ekki allan veturinn þá þurfa foreldrar ekki að hafa áhyggjur af því að fá íþróttastyrkinn endurgreiddan í lok tímabils.

Tilkynning frá Hafnarfjarðarbæ
Frístundastyrkur hækkar úr 3000 kr. á mánuði í 4000 kr. frá 1. janúar 2018

Hafnarfjarðarbæ endurgreiðir þeim sem hafa skráð og greitt fyrir börnin sín þátttökugjöld fyrir íþróttaiðkun fram á árið 2018, þessa 1000 kr hækkun á mánuði fyrir árið 2018. Því ætti ekki að þurfa að breyta skráningu ykkar séu námskeið lengur. Við stefnum á að gera þetta við lok skráningartímabils hvers og eins, þannig að það sé tryggt að börnin hafi verið að stunda íþróttina og foreldrar greitt fyrir. Þetta er gert í höndunum og talsverð vinna, ekki er hægt að gera þetta sjálfvirkt eða rafrænt.

En þeir sem skrá sig núna í janúar eiga að fá 4000 kr styrkinn sinn strax á hverjum mánuði.

Við munum senda þessu fólki sem var búið að skrá og festa greiðslu eða greitt fyrir allt tímabilið, upplýsingabréf um þetta. En þetta eru mjög margir foreldrar. Í bréfinu segjum við frá hækkun styrksins og að það munu fá endurgreitt og óskum eftir upplýsingum frá foreldrum um á hvaða reikning endurgreiðsla okkar leggist inn á.

Kveðja
Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar
Skrifstofa fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar
Linnetsstíg 3 | 220 Hafnarfjördur |Sími 585 5754 | geir@hafnarfjordur.is www.hafnarfjordur.is

Scroll to Top