Opnað fyrir skráningar

Nú er hægt að skrá iðkendur á sundnámskeið Fjarðar fyrir veturinn 2016 – 17. Iðkendur búsettir í Kópavogi þurfa þó að bíða örlítið sem og þeir sem stunda boccia og Íþróttaskólann en það ætti að bætast við á næstu dögum. Við erum m.a. enn að bíða eftir tengingu við rafrænan Kópavog.

Til að skrá einstakling eldri en 16 ára skal smella á Skráning hér að ofan á síðunni, velja þar Skráning 16+. Þá er þér vísað yfir á skráningarsíðu Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, þar þarf að skrá sig inn, velja svo þar viðeigandi námskeið Fjarðar og halda svo áfram.

Til að skrá hafnfirskt barn skal smella á Skráning hér að ofan á síðunni, velja þar Skráning barna. Þá er þér vísað yfir á Mínar síður Hafnarfjarðarbæjar, þar þarf að skrá sig inn. Svo þarf að velja Íþróttabandalag Hafnarfjarðar í listanum. Athugið ekki dugar að velja Íþróttafélagið Fjörður heldur verður að velja Íþróttabandalag Hafnarfjarðar. Þar er svo hægt að velja viðeigandi námskeið fyrir barnið og halda svo áfram.

Enn hefur ekki verið opnað fyrir greiðslu með greiðslukorti heldur er einungis hægt að velja greiðsluseðla eða greiðslu með millifærslu. Greiðsla með greiðslukorti verður gerð möguleg fljótlega.

Eins og þið sjáið er þetta allt svolítið laust í reipunum hjá okkur en við vorum að breyta þessu ferli aðeins þar sem kerfið sem heldur utanum þetta var mjög kostnaðarsamt fyrir lítið félag eins og okkur. Því færðum við okkur undir hatt ÍBH og mun það koma til að spara okkur töluverðar fjárhæðir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar tafir hjá okkur hafa valdið en vonandi ætti þetta að fara að komast í lag núna.

Scroll to Top