Nýárssundmót IF 2017 fór fram í dag

Róbert Ísak Jónsson vann í dag, 8. janúar 2017, Sjómannabikarinn annað árið í röð en hann er veittur fyrir besta afrek á Nýárssundmóti ÍF sem haldið var í dag. Stigahæsta sundið var 50m bringusund en Róbert Ísak átti fjögur stigahæstu sund mótsins. Fjöldinn allur af Fjarðarkrökkum tóku þátt í mótinu og margir að stíga sín fyrstu skref og því ljóst að framtíðin er björt. Það var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sem afhenti Róberti Ísaki og öðrum verðlaunahöfum dagsins viðurkenningar sínar. Við óskum Róberti Ísaki og öllum öðrum keppendum dagsins innilega til hamingju með árangurinn.

Róbert Ísak Jónsson með Sjómannabikarinn ásamt forseta.

Scroll to Top