Nóg um að vera um helgina

Nú er viðburðaríkri helgi hjá okkur lokið. Íslandsmót ÍF í 25m laug fór fram í Ásvallalaug. Fjarðarfólk stóð sig að vanda vel og eignuðumst við fjölda nýrra Íslandsmeistara. Róbert Ísak Jónsson stóð sig að vanda vel og vann sex Íslandsmeistaratitla í einstaklingssundum og bætti svo við þremur í boðsundunum. Að auki tók hann svo þátt í Íslandsmóti ófatlaðra um sömu helgi og synti sig inn í úrslit í þremur sundum þar. Aðrir sem stóðu sig frábærlega má nefna Hjört Má Ingvarsson sem skilaði fimm Íslandsmeistaratitlum í hús, Aníta Ósk Hrafnsdóttir með fjóra Íslandsmeistaratitla í einstaklingssundum og tvo í boðsundum, Ragnar Ingi Magnússon vann einnig fjóra titla í einstaklingssundum og þrjá í boðsundum og Guðfinnur Karlsson með þrjá Íslandsmeistaratitla í einstaklingssundum og einn í boðsundi. Aðrir frá Firði sem fóru heim með gull og Íslandsmeistaratitil í farteskinu voru: Kristín Ágústa Jónsdóttir, Anna Rósa Þrastardóttir, Victoria Lind Karenardóttir, Ásmundur Ásmundsson, Adrian Erwin, Lára Steinarsdóttir og Tanya Jóhannsdóttir. Öll nánari úrslit mótsins má nálgast hér.

Um helgina fór einnig fram Jólamót Fjarðar í Boccia. Félagar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar komu og sáu um dómgæsluna. Allir keppendur okkar stóðu sem mjög vel og spiluðu vel. Skemmtilegar myndir frá mótinu má sjá á Facebook síðu Fjarðar.

Scroll to Top