Nettó opnar í Hafnarfirði og styrkir Fjörð í leiðinni

Nettó opnaði á dögunum nýja verslun í Hafnarfirði. Af því tilefni ákváðu þeir að styrkja Íþróttafélagið Fjörð um 300.000 krónur. Fyrir lítið félag eins og Fjörð er þetta svo sannarlega veruleg búbót. Við þökkum Nettó kærlega fyrir þetta framlag og bendum stuðningsmönnum okkar að beina viðskiptum sínum til þeirra fyrir vikið.

Scroll to Top