Keppni lokið í Berlín!

Fjordur-berlin

Þessi mynd lýsir stemmingunni í hópnum ágætlega. Ótrúlega skemmtilegu sundmóti lokið og var frammistaðan ekki af lakara taginu. Það bættu sig allir, en samtals fékk Fjarðarfólk níu verðlaun, en verðlaun voru veitt fyrir fyrstu 3 sæti í hverjum flokk og svo einnig í sérflokki fyrir yngri iðkendur.

Fyrir utan það hversu ótrúlega flottur árangurinn var í lauginni voru okkar sundmenn félaginu til sóma og ótrúlega mikil og góð liðsheild sem var einkennandi á bakkanum.

Hérna má finna úrslit frá keppninni: http://www.idm-schwimmen.de/protokoll/protokoll/

Ég þakka kærlega fyrir frábært sundmót með frábærum sundsnillingum!

Kveðjur frá Berlín,

Helena Þjálfari

Scroll to Top