Jólamót Fjarðar í boccia 2018

Jólamót Fjarðar í boccia fór fram nýliðna helgi. 14 keppendur voru skráðir til leiks og hafa oft verið fleiri en veður og veikindi höfðu nokkur áhrif. Glæsileg tilþrif sáust og gleðin var ríkjandi. Svo fór að Einar Kr. Jónsson stóð uppi sem sigurvegari þriðja árið í röð, Jón Hrafnkell Árnason (Nonni) varð í öðru sæti, Svavar Halldórsson í þriðja sæti og Bjarki Þórhallsson í því fjórða. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar sá um dómgæslu og Markó merki gáfu verðlaun og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá mótinu.

Scroll to Top