Íþróttaskóli Fjarðar fer af stað

Íþróttaskóli Fjarðar er að fara af stað á laugardaginn næsta, 12. september, kl. 12:30 til 13:30 í íþrótthúsi Setbergsskóla, Hafnarfirði. Hann er fyrir tveggja til átta ára gömul börn með þroska- og/eða hreyfihamlanir. Lögð er áhersla á létta leiki og holla hreyfingu sem hentar öllum. Allir velkomnir að prufa í fyrsta tíma.

Endilega látið þetta berast.

Scroll to Top