Íslandsmótið í 50m laug fer fram um helgina

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 50m laug fer fram núna um helgina, 8. og 9. apríl. Mótið fer fram í Laugarldalslaug og verður synt inni á milli mótshluta SSÍ. Upphitun hefst klukkan 11:45 og mótið sjálft hefst svo klukkan 12:30 báða dagana.

13 sundmenn frá Firði eru skráðir til leiks og óskum við þeim að sjálfsögðu góðs gengis. Einnig viljum við hvetja áhugasama til að mæta og styðja sundmennina okkar til góðra afreka.

Mótaskrána má nálgast hér.

Scroll to Top