Hvernig gerum við ógilt?

Á foreldrafundinum sem fór fram í síðustu viku vorum við svo heppin að Ásmundur Jónsson yfirdómari var með okkur og fór aðeins yfir það hvað það er sem getur valdið því að sundmenn eru dæmdir ógildir í sinni grein. Tilefnið var að allnokkrir sundmenn Fjarðar voru dæmdir ógildir í sínum sundum á Fjarðarmótinu. Ási var líka svo almennilegur að lána okkur minnisblað sem dómarar styðjast við þegar dæmt er á sundmótum. Við tókum okkur til og skönnuðum það inn deilum því hér með okkar iðkendum. Hvetjum við iðkendur og foreldra að sjálfsögðu til að kynna sér þetta. Við bendum þó að þetta er ekki tæmandi listi yfir sundreglur heldur eingöngu viðmiðunarblað fyrir dómara til að styðja sig við.

Minnisblað dómara

Scroll to Top