Guðfinnur með Íslandsmet á Extramóti SH

Nokkrir fræknir sundmenn Fjarðar tóku um síðastliðna helgi þátt í Extramóti SH í Ásvallalaug. Helst bera að geta að Guðfinnur Karlsson setti á mótinu glæsilegt Íslandsmet í 800m skriðsundi í flokki S11 sem er flokkur alblindra en hann synti sundið á tímanum 11:36,21. Við óskum Guðfinni að sjálfsögðu innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Framundan er nóg um að vera hjá sundmönnunum okkar því um næstu helgi fer fram Erlingsmótið í Laugardalslauginni og mun Fjörður mæta með stóran og glæsilegan hóp á mótið. Tveimur vikum síðar fer svo fram Íslandsmótið í 25m laug og einni viku síðar verður Norðurlandamótið haldið í Ásvallalaug. Nokkrir sundmenn Fjarðar munu taka þátt á því.

Scroll to Top