Greiðsluseðlar farnir að berast

Greiðsluseðlar eru nú farnir að berast í heimabankann fyrir þá sem eru búinir að skrá sína iðkendur. Þetta hefur tekið töluvert lengri tíma en við áætluðum en ástæðan var bilun í kerfinu hjá greiðslumiðluninni. Við viljum því biðja ykkur um að greiða sem fyrst og fyrir þá sem eru ekki búnir að skrá sig á haustönnina er um að gera að drífa í því sem fyrst. Til að fá niðurgreiðslu barna er nauðsynlegt að skrá sig í gegnum Mínar síður hjá Hafnarfjarðarbæ og velja þar Íþróttabandalag Hafnarfjarðar í listanum. Fyrir þá sem eru eldri og fá því ekki niðurgreiðslu er hægt að fara beint inn á https://ibh.felog.is/.

Einnig hafa nú verið send út félagsgjöld á þá sem eru skráðir í félagið og hvetjum við alla til að greiða þau. Ef þið viljið gerast félagar í Firði og styðja þar með áfram við hið góða starf sem unnið er í félaginu hvetjum við ykkur til að senda póst á fjordursport@fjordursport.is og skrá ykkur.

Scroll to Top