Glæsilegur árangur á Malmö Open 2016

Fjarðarfólkið stóð sig geysilega vel á Malmö Open mótinu sem fór fram um helgina. Alls landaði Fjarðarfólk 45 verðlaunapeningum, bikar fyrir þriðja stigahæsta sundmanninnn í 50m skriðsundi og fékk svo að launum bikar fyrir að vera stigahæsta sundliðið á mótinu, sannarlega frábær árangur hjá okkar fólki. Þar að auki voru margir að bæta sína bestu tíma og setja persónuleg met. Einnig viljum við óska vinum okkar, Jóni Margeiri Sverrissyni og Kristínu Þorsteinsdóttur, sem synti undir merkjum Fjarðar á mótinu, til hamingju með glæsileg heims- og Evrópumet.

Okkar fólk lét líka vel af dvölinni í Svíþjóð og nutu samvista hvors annars enda félagsskapurinn góður. Hér að neðan má svo sjá nokkrar myndir af mótinu sem teknar eru af Facebook síðum nokkurra foreldra sem voru í Malmö.

Adstodarmenn-a-bakka

AnnaRosa-VictoriaLind-KatringErla

Besta-lidid

Bikarafhending

Bikarslagur

Bodsundssveitin

Fjordur3-bodsundsveit

Hopmynd

Hopmynd2

Katar-domur

KatrinErla-VictoriaLind

Robert-Isak

Sigga-Elin


Scroll to Top