Frábær árangur á Erlingsmótinu – tvö heimsmet

Sundmenn Fjarðar tóku um helgina þátt í Erlingsmótinu í Laugardalslauginni. Frábær árangur náðist og ber þar hæst að Fjarðarliðar syntu tvíveigis undir gildandi heimsmeti. Á laugardeginum synti Guðfinnur Karlsson 800m skriðsund á 11:32,08 og er það undir gildandi heimsmeti í flokki S11, flokki alblindra. Guðfinnur synti á heimsmetstíma á Erlingsmótinu í fyrra en fékk það ekki gilt þar sem hann hafði ekki fengið alþjóðlega flokkun. Nú hefur verið bætt úr því og fær hann þetta heimsmet því vonandi skráð gott og gilt. Á sunnudeginum synti Hjörtur Már Ingvarsson svo undir gildandi heimsmeti í 200m bringusundi í flokki SB4. Hann synti á tímanum 4:32,54 sem er bæting á gildandi heimsmeti um tæpa mínútu. Frábær árangur hjá þeim félögum.

Guðfinnur vann einnig Erlingsbikarinn en þar er keppt í 100m bringusundi þar sem ræst er með forgjöf eftir tímum sem sundmenn eiga.

Aðrir sundmenn stóðu sig einnig frábærlega og nokkrir að fá sín fyrstu verðlaun á sundmóti. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingu mótsins.

IMG_20181014_121459530

IMG_20181014_121604306

IMG_20181014_121702588

IMG_20181014_122320320

IMG_20181014_122549965

IMG_20181014_122838126

IMG_20181014_123010895

IMG_20181014_123029761

IMG_20181014_123039226

IMG_20181013_164334002_BURST000_COVER_TOP

IMG_20181013_164940638

IMG_20181013_165849803

IMG_20181013_170211617

IMG_20181014_120814767

IMG_20181014_120925933_BURST000_COVER_TOP

IMG_20181014_121337342


Scroll to Top