Flottur fyrsti dagur á Íslandsmótinu í 50m laug

Þessa helgina fer fram Íslandsmeistaramót í sundi í 50m laug í Laugardalslauginni. Sundmennirnir okkar stóðu sig glæsilega á fyrsta deginum. Hjörtur Már Ingvarsson fékk gull í 50m skriðsundi. Guðfinnur Karlsson sigraði í 100m bringusundi og varð annar í 400m skriðsundi og Heiður Björg Egilsdóttir fékk silfurverðlaun í 50m skriðsundi. Róbert Ísak Jónsson gerði sér svo lítið fyrir og fékk gull í 100m bringusundi og 100m flugsundi. Í báðum þessum greinum komst hann í úrslit meðal ófatlaðra þar sem hann lenti í fimmta sæti í bringusundinu og varð annar í flugsundinu á nýju Íslandsmeti. Þetta met tryggði honum einnig A lágmark fyrir Paralympics leikana sem haldnir verða á næsta ári í Tokyo. Flottur árangur hjá sundmönnunum okkar og verður gaman að sjá hvað þeir gera á seinni tveimur dögunum.

Einnig fer fram nú um helgina Íslandsmeistaramót í liðakeppni í boccia. Fjörður sendir fjórar sveitir til leiks og verður áhugavert að sjá hvernig þeim gengur.

Scroll to Top