Fjörður keppir á Malmö Open 2016

Stór hópur Fjarðarliða hélt út til Svíþjóðar núna í morgun þar sem þeir hyggjast keppa á Malmö Open leikunum um helgina. Hópurinn er óvenjustór þetta árið sem orsakast fyrst og fremst af því að sundmótið í Berlín er haldið sömu helgina og Bikarmótið hérna heima og ákváðu því þeir sem annars hefðu ferið til Berlínar að taka frekar þátt í Malmö þetta árið. Alls fara 14 liðsmenn Fjarðar út auk þess sem sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir frá Ísafirði ætlar að keppa undir merkjum Fjarðar á þessu móti. Þau sem fara út eru Emelía Ýr, Anna Rósa, Victoría Lind, Katrín Erla, Unnar Ingi, Sigríður Aníta, Róbert Ísak, Sandra Lind, Elsa, Ásmundur, Guðfinnur, Elín Fanney, Aníta Ósk og Hjörtur Már auk Kristínar. Mótið fer að þessu sinni fram í nýrri og glæsilegri sundhöll og verður gaman fyrir sundmennina okkar að fá að prófa hana.

Fylgjast má með Malmö leikunum á vefsíðunni www.malmo-open.com. Kristín heldur auk þess úti mjög skemmtilegri facebook síðu sem við hvetjum ykkur öll til að fylgjast með og skella einu like-i á hana.

Við vonumst svo til þess að fá skemmtilegar ferðasögur og myndir frá keppendum þegar líða tekur á mótið. Við sendum þessum frábæru sundmönnum að sjálfsögðu okkar bestu kveðjur með ósk um gott gengi.

Scroll to Top