Fjörður bikarmeistari 9. árið í röð

Fjörður varð um helgina bikarmeistari 2016 og var þetta 9. árið í röð sem Fjörður vinnur bikarinn. Fjörður hlaut 12.469 stig en ÍFR varð í öðru sæti með 9.879 stig. Öspin lenti svo í þriðja sæti með 2.556 stig. Fyrirliðarnir Aníta Ósk og Hjörtur Már tóku við Blue Lagoon bikarnum glæsilega í mótslok en hann er farinn að kunna mjög vel við sig á heimavelli okkar í Ásvallalauginni.

Ekki nóg með að Hjörtur hafi fengið að taka á móti bikarnum heldur setti hann líka glæsilegt Íslandsmet í 100m baksundi í flokki S6 er hann kom í bakkann á tímanum 1:37,64 mín. Aðrir sundmenn stóðu sig líka frábærlega og voru margir að bæta tímana sína.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá mótinu en fleiri skemmtilegar myndir má sjá á Facebook síðu Fjarðar.

allir-ut-i-laug

foreldrafelagsskvisur

Hallgrimur-Oli-Gunnar

hopurinn-a-leid-til-keppnis

hopurinn-med-bikarinn

hopurinn-med-Helenu

Kristin-Thora-Elin-Lara

Thora-Oli-Elin

Scroll to Top