Fjörður bikarmeistari 12. árið í röð

Fjörður varð nú um helgina bikarmeistari í sundi 12. árið í röð en bikarmót ÍF var haldið með nýju sniði og hét nú Bikar- og flokkamót ÍF í sundi. ÍFR varð í öðru sæti og Ösp í því þriðja. Þetta er sannarlega frábær árangur hjá sundmönnunum okkar sem sönkuðu að sér fjölmörgum flokkameistaratitlum. Sumir af okkar sundmönnum voru að keppa á sínu fyrsta bikarmóti og tveir af okkar yngri sundmönnum, Kristrún Helga Þórðardóttir og Guðmundur Atli Sigurðsson, voru fyrirliðar og tóku við bikarnum úr hendi Þórðar Hjaltested formanns ÍF. Hér að neðan má sjá nokkar myndir af mótinu.

Scroll to Top